Mirta Vignatti opnar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu

13558952_10153603009117231_3409580963230758871_o

Ítalska listakonan Mirta Vignatti opnar sýninguna The Island of Light í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2.júlí kl. 14.

Listakonunni Mirtu Vignatti var mjög umhugað um tímabili mikilla fólksflutning þegar hún vann verkin á sýningunni:

Um flóttafólkið sem yfirgefur heimkynni sín, félagslega stöðu og ferðast yfir ógurleg höf og oft fjandsamleg.
Margar berskjaldaðar og viðkvæmar sálir stefna í átt að eyju ljóssins.
Landi þar sem græn og ilmandi náttúran getur umvafið þau.
Tækifæri til sáluhjálpar, nýtt upphaf.
Eyjan virðist vera hilling en þörfin fyrir að lifa af er yfirsterkari hinum dimma hljómi eigingirni og ótta.
Ljósið er tilgangurinn í fjarska og bíður umbreytinga, líkt og náttfiðrildi í skógi hinnar tímalausu manngæsku.

Mirta Vignatti fæddist í Rosario í Argentínu 1967 og útskrifaðist í listum frá The National University of Art í Rosario. 2001 flyst hún til Lucca á Ítalíu, þar sem hún býr og starfar í dag. Mirta hefur hlotið viðurkenningar fyrir myndlist sína og nú síðast í flokki málverka Art Protagonist árið 2014 í Treviso. Mirta hefur sýnt víða í heimalandi Ítalíu, í Berlín, Hamborg og nú í fyrsta sinn á Íslandi í Mjólkurbúðinni á Akureyri.

Sýning Mirtu stendur til 10.júlí og er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi.


http://www.mirtavignatti.com


Mjólkurbúðin Listagili er á facebook

s.8957173


Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13558873_1028964917180113_7449602107351914618_o


Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3.júlí 2016

Á næstkomandi sunnudag kl. 15.30 verður efnt til samsætis í fimmta sinn undir dagskrárliðnum "sunnudagskaffi með skapandi fólki"
Meiningin er að kalla til skapandi fólk úr samfélaginu frá ólíkum starfsstéttum til að fá innsýn í sköpunarferli.  Um er að ræða óformlegt spjall,  og myndast oft skemmtilegar samræður milli gesta og fyrirlesara.

Kristján Einarsson  mun sjá um sunnudagskaffið að þessu sinni.  Hann er stærðfræðikennari og hefur kennt stærðfræði við framhaldsskóla í fjögur ár. Hann hefur einnig tekið þátt í þverfaglega samstarfsverkefninu Reitir undanfarin fimm skipti.

Kristján mun fjalla um stærðfræði í víðu samhengi og hvernig sköpun kemur þar fram. Einnig mun hann ræða þátt sinn í þróun námsgagna, en hann gaf út bókina Hringfari: Föll og ferlar á árinu. Um þessar mundir vinnur Kristján meðal annars að því að hanna spil sem einnig tengist stærðfræðikennslu.

Erindið fer fram á ensku.   
Kaffi og meðlæti í boði,  allir velkomnir

Fjallabyggð, Egilssíld og Menningarráð Eyþings styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Nánar á fb: mhttps://www.facebook.com/events/592657860912238/

 


Fryst eftir Angelu Wright í Deiglunni

13497674_361540273969727_4179532696483841859_o

ENGLISH BELOW

Verið velkomin á opnun myndlistarsýningarinnar Fryst eftir Angelu Wright í Deiglunni, Akureyri á laugardaginn 25. júní kl 14:00 - 17:00. Léttar veitingar í boði.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 14:00 - 17:00 og verður listamannaspjall opið öllum kl. 15:00 í sýningarrýminu.

///

Um sýninguna:
Ég vinn með innsetningar bundnar við ákveðin rými og arkitektúr.

Á fyrsta degi dvalar minnar í gestavinnustofunni komst ég að því að ég kemst inn í Deigluna frá vinnustofunni minni. Það var skrítið og spennandi að fara í gegnum þessa stífu og þungu hurð, eins og Lísa í Undralandi! Ég kom inn í rými sem beindi mér beint niður brattar og stórar viðartröppur. Ég fann strax fyrir tengingu við þrepin og hef verið að vinna að hugmyndum að innsetningu fyrir þetta rými síðan.

Undirbúningsvinnan kallar á margar skissur og tilraunir - sumar þróaðri en aðrar, sum heilsteypt verk í sjálfu sér - þangað til ég kemst á þann stað að vita hvert ég er að fara í fullri vissu.

"Fryst" er unnin með því að umbreyta miklu magni af hlífðarplasti í form sem endurspegla ljósið og hreyfingu og kyrrðina í ákveðnum hlutum sem ég hef laðast að í íslensku landslagi.

Um listamanninn:
Angela Wright er fædd í Bretlandi 1948 og útskrifaðist úr Camberwell School of Art, London með BA Joint Honours í fagurlist og keramik árið 1995. Hún sýnir mjög reglulega í Bretlandi, aðallega í London og nýlega í Sydney, Shanghai og Seoul.

Hún býr og vinnur í suðaustur London og vinnur einnig sem sjálfstætt starfandi kennari í National Portrait Gallery og Museum of London. Þetta er fyrsta sýningin hennar á Íslandi.

Angela Wright - 06-2016
www.angelawright.co.uk
angelawright.aw9@gmail.com (Iceland contact - until 30th June)
angelawright@artinst.entadsl.com (London contact)


///

ANGELA WRIGHT
www.angelawright.co.uk
'FRYST' INSTALLATION

About the work :

I am a site-specific installation artist with an interest in architectural spaces.

On day one of the residency I discovered I could enter the Deiglan Gallery via an interconnecting door which is accessible from my studio. It was strangely exciting to go through the rather stiff and heavy door, a bit like Alice in Wonderland! I entered a space which immediately called to me to walk down its steep flight of large wooden steps! I felt an immediate connection with those steps and I have been working on installation ideas for this particular space ever since.

In the preparatory stages of a work I make lots of sketches and try-outs - some more developed than others, some complete works in their own right - until finally I arrive at a point where I know where I am going, with conviction.

'Fryst' is achieved by manipulating a quantity of protective plastic covering material into forms which reflect the light and movement/stillness, of specific things I have been drawn to in the Icelandic landscape.

About the artist :

I was born in the UK in 1948 and graduated from Camberwell School of Art, London, with a BA Joint Honours in Fine Art and Ceramics in 1995. Since graduating I have regularly exhibited my work - in the UK mainly in London, and recently in Sydney, Shanghai, and Seoul.

I live and work in South East London. I also have employment as a freelance educator at the National Portrait Gallery and the Museum Of London.

This is my first exhibition in Iceland.


Angela Wright - 06-2016
www.angelawright.co.uk
angelawright.aw9@gmail.com (Iceland contact - until 30th June)
angelawright@artinst.entadsl.com (London contact)

 


Andrea Krupp opnar sýninguna GEOLOGIC í Mjólkurbúðinni

IMG_4045

Andrea Krupp opnar sýninguna GEOLOGIC í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 25.júní kl. 14.

Andrea er myndlistakona frá Philadelphia í Bandaríkjunum.  Hún dvaldist í gestavinnustofu SÍM í Reykjavík og einnig í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri á síðasta ári, en nú í júní er hún í gestadvöl í Listhúsi á Ólafsfirði og að því loknu dvelst hún í Snorrastofu í Reykholti.

Andrea Krupp um sýninguna:
„The dramatic and raw landscape of Iceland inspires her current artwork. The “deep time” of geology, and the ephemeral documents of a human life, recorded in diaries and manuscripts, are concepts that deepen her understanding of Icelandic place. Within this framework of time and history, with an eye on a precarious future on Earth, she explores her relationship with nature and the here-and-now of life in the Anthropocene era“.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Andreu  www.andreakrupp.com eða hjá Andreu andreakrupp@mac.com

Sýningin er opin laugardag og sunnudag 25.-26.júní  kl. 14-17


Nýr vinkill Yst í Bragganum

13458771_10209839995661026_1626675544074905386_o

Nýr vinkill  Yst
Slepping hins slitna leiðir til tómarúms í fyrstu en eftir það lyftist upp sköpun sem birtist sem ferskur vinblær
með fortíðina að baki – opin uppá gátt fyrir nýrri reynslu – óvæntri nálgun – frumlegra og skemmtilegra lífi!
Hver veit sína framtíð?
Yst

Braggasýningin Nýr vinkill Yst  verður Sólstöðuhátíðarhelgina á Skerinu 24. - 26. júní  ókeypis inn  opið frá kl 11- 17


Nautn / Conspiracy of Pleasure, opnun og listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri

13339728_1141961475825693_9058573451284603234_n

Laugardaginn 11. júní kl. 15 verður opnuð sýningin Nautn / Conspiracy of Pleasure í Listasafninu á Akureyri. Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk þar sem þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Í verkunum má sjá þráhyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju og kynlífs í samtímanum, holdið í myndlistinni, mannslíkamann sem táknrænt fyrirbæri og innblástur eða einfaldlega hina frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun, glímunni við efni og áferð, áráttu og blæti.

Hvar liggja mörkin á milli þess að leggja eðlilega og manneskjulega rækt við unað og ánægju annars vegar og hins vegar þess að gangast þessum eiginleikum hömlulaust á vald? Hvenær verður eitthvað að blæti? Hver er munurinn á munúð og ofgnótt, erótík og klámi, fegurð og kitsch, löngun og fíkn, metnaði og græðgi, háleitum markmiðum og firru? Og hver hefur vald til að setja fram þessar skilgreiningar?

Listamenn: Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason.

Sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, og Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga.

Í tilefni sýningarinnar kemur út sýningarskrá með texta eftir Markús Þór Andrésson. Á opnun mun Birgir Sigurðsson flytja dansgjörning kl. 16 og daginn eftir, sunnudaginn 12. júní, kl. 15-16 verður listamannaspjall um sýninguna.

Sýningin stendur til 21. ágúst og verður opin daglega kl. 10-17. Hún verður einnig sett upp í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í byrjun árs 2017.

Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/1374289085920752


Rebekka Kühnis opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

14_Skyggnishlidar1_vers2-450x314

Rebekka Kühnis opnar sýningu á teikningum sínum í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 11.júní kl. 15 – Allir velkomnir

Teikningar Rebekku fjalla um persónulega nálgun hennar á íslensku landslagi. Hún leitast við að ná lagskiptri framsetningu í teikningum sínum og skoðar um leið gagnsæi og tvíræðni í rannsókn sinni á landslaginu þar sem línuleg nálgun leikur aðalhlutverkið. Teikningarnar virðast mjög nákvæmar og við nánari skoðun sést flókin uppbygging umvafin línum og tómarúmi, sem má lýsa með orðum Roni Horn: “In a literal sense, Iceland is not a very stable place. Iceland is always becoming what it will be, and what it will be is not a fixed thing either. So there is Iceland: an act, not an object, a verb, never a noun”.

Rebekka Kühnis er frá Sviss og útskrifaðist frá Hochschule der Künste í Bern árið 2002 með mastersgráðu í Listum og kennslufræðum. Rebekka kom fyrst til Íslands fyrir tuttugu árum og þá vann hún á sveitabæ á suðurlandi. Síðan þá fjölgaði ferðum hennar til landsins og síðasta sumar tók hún þá ákvörðun að flytja til landsins og er nú búsett á Akureyri. Rebekka hefur reglulega haldið listsýningar og er þetta hennar fyrsta einkasýning á Íslandi.


Sýning Rebekku Kühnis er opin:
Laugardag 11.júní kl. 15-18
Sunnudag 12.júní kl. 14-17
 
Fimmtudag 16.júní kl. 15-18
Föstudag 17.júní kl. 14-18
Laugardag 18.júní kl. 14-17
Sunnudag 19.júní kl. 14-17
Allir velkomnir

www.rebekkakuehnis.ch
Contact rkuehnis@gmx.net
+354 780 2779
Mjólkurbúðin s. 8957173
og á facebook https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


Triin Kukk sýnir í Kaktus

13404038_875631179226473_1539460657635158036_o

Sýningin “KNÚSA MIG” er yfirlit þeirra tilfinninga sem ég hef upplifað á þeim fimm mánuðum sem ég hef verið á Íslandi. Heilt yfir hefur þetta land elda og ísa komið vel og hlýlega fram við mig, en þó komu tímar þar sem blómgun varð sem blóð og heilagleikinn virtist holóttur. Þetta fékk mig til þess að beita mig heitu járni og ótakmörkuðu ímyndunarafli. Í fyrsta skipti í lífinu leið mér eins og ég væri ekki að vinna, heldur væri ég að leik við uppáhalds efnið mitt - en í þessum leik var ekki hægt að tapa heldur var hann leiðangur millum sjálfsvarnar og öryggis. Þar sem tíma mínum á íslandi er nú brátt lokið er ykkur velkomið að koma og knúsa mig með nærveru ykkar á minni fyrstu einkasýningu.
PS! Takk fyrir Beate Stormo!
PPS! “Knúsa mig” var fyrsta setningin sem ég lærði á íslensku.

Triin Kukk er 26 ára gömul og kemur frá Eistlandi. Hún er eldsmiður og málmlistamaður útskrifuð úr Estonian Academy of Arts. Síðastliðna 5 mánuði hefur hún numið undir handleiðslu Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi.
-------------------------------------------------------------------------------------
The exhibition called "KNÚSA MIG" is an overview of feelings which I have felt during my staying in Iceland for five months. In general, this amazingly beautiful land of fire and ice has treated me well and warm, but still there were few moments when blossoming took a turn into bleeding or holiness was suddenly nothing else than holes. This gave me the push to treat myself with hot iron and limitless imagination. For the first time in my life I felt I wasn't working, but playing with my favourite material - except there were no losing in that game but a journy from self-defense into confidence. Now that my time in Iceland has come to an end, you are all welcome to knúsa mig with your presence in my first solo exhibition.
PS! Takk fyrir Beate Stormo!
PPS! "Knúsa mig" was my first sentence in Icelandic.

Triin Kukk is a 26 years old blacksmith/metal artist from Estonia, who has graduated Estonian Academy of Arts. For past five months she has been practicing under the Icelandic blacksmithing championship winner Beate Stormo in Kristnes.
-------------------------------------------------------------------------------------
1862 Nordic Bistro og Pedromyndir hljóta sérstakar þakkir.

Kaktus nýtur stuðnings Akureyrarstofu, Sóknaráætlunar Norðurlands Eystra og Norðurorku.

https://www.facebook.com/events/881159692013812/


RÍFA KJAFT opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

13350416_10154186244982829_6349845138444919413_o

Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar 
RÍFA KJAFT
11. júní kl. 14:00 og þiggja veitingar.
-----------------------------------------------------------------------------------
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening 
RÍFA KJAFT
11th of June at 2 pm, drinks served

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Karla Sasche, Sara Björg Bjarnadóttir,
Hekla Björt Helgadóttir, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Véronique Legros, Kristín Reynisdóttir, Ólöf Benediktsdóttir.


Verksmiðjan á Hjalteyri, 11/06 – 10.07 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com/

Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14:00 / Opið alla daga kl. 14:00 – 17:00.

Laugardaginn 11. júní kl. 14-17 opnar myndlistarsýningin «Rífa kjaft», í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Þetta er sýning listakvenna einvörðungu, en titillinn yfirlýsing þess að vera staðföst og sjálfri sér trú - láta ekkert hindra sig þó á móti blási.
Þátttakendur eru búsettir á Íslandi og í Þýskalandi, íslenskir og erlendir og á ýmsum aldri, sú yngsta fædd 1990 og sú elsta 1950. Viðfangsefnin og miðlarnir sem notast er við eru margvíslegir. Á opnuninni verður Anna Sigríður Sigurjónsdóttir með gjörning. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til og með 10 júlí.

Frekari upplýsingar veita: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir palinarademaker@gmail.com og í síma: 8945818


Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016


Ásta Guðmundsdóttir opnar sýninguna Náttúru afl í Flóru

13330939_1193797167318043_3179381732217935854_n

Ásta Guðmundsdóttir        
Náttúru afl
10. júní - 7. ágúst 2016
Opnun föstudaginn 10. júni kl. 17-19
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1726808330925272
Föstudaginn 10. júní kl. 17-19 opnar Ásta Guðmundsdóttir sýninguna Náttúru afl í Flóru á Akureyri.

Ásta nam fatahönnun í Þýskalandi og útskrifaðist þaðan frá Fachhochschule fur Gestaltung Pforzheim 1990. Jafnframt því að framleiða föt undir eigin fatamerki “ásta créative clothes” hefur áhugi Ástu lengi beinst að listsköpun s.s. innsetningum og skúlptúrum. Hún notar gjarnan textíl í verkum sínum. Verkin eru oft undir áhrifum frá náttúru og veðurfari. Verklagið byggist á arfleið forfeðra Ástu sem störfuðu við netagerð og sjómennsku.
Ásta hefur sýnt verk sín víða um heim og tekið þátt í vinnustofum og listahátíðum m.a. á Íslandi, í Japan, Suður Kóreu og Evrópu.
Nánari upplýsingar um Ástu og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: www.astaclothes.is
 
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. - lau. kl. 9-19 og sunnudaga kl. 13-19.

Sýningin stendur til sunnudagsins 7. ágúst 2016.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Ásta Guðmundsdóttir í asta@astaclothes.is.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
 
Flóra, Hafnarstræti 90, Akureyri, s. 6610168 http://floraflora.is
Ljósmynd: Samantha Claire Zaccarie
 

Joris Rademaker opnar sýninguna Verk að vinna í Sal Myndlistarfélagsins

13320339_10153559190106767_113092067138048037_o

Laugardaginn 4.júní kl. 14 opnar Joris Rademaker myndlistasýninguna "Verk að vinna" í Sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangsstræti 10, Listagilinu, Akureyri.

Verkin sem hann sýnir eru bæði tví- og þrívíð og þau vann hann í Bárðardal 2015. Verkin fjalla um tengsl mannsins við náttúruna, jafnt innri sem ytri.

Sýningin stendur til og með 12. júní og er opin alla daga frá kl. 14.00-17.00. (Nema mánudaginn 6. júní og þriðjudaginn 7. júní þá er lokað).

https://www.facebook.com/events/857937447644457


Jonna sýnir Völundarhús plastsins í Nes listamiðstöð

jonna_final

Völundarhús plastsins á ferð – Nes listamiðstöð á Skagaströnd
Jonna – Jónborg Sigurðardóttir
 
Völundarhús plastsins á ferð nefnist sýning Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur, og er þetta þriðja sýning Völundarhúss plastsins. Sýningin er haldin í tilefni sjómannadagsins og er innsetning sem á að gera þátttakendur  meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar og að þessu sinni verður umfjöllunarefnið plast í hafinu. Sýningaröðin hefur fræðslugildi og fær Jonna heimafólk á Skagaströnd með sér í lið til að vinna að listsköpun með endurvinnslu plasts. Undanfarin ár hefur Jonna (f. 1966) unnið ýmis verk innblásin af ofneyslu og sóun. Hún vill vekja athygli á að hver manneskja getur lagt sitt af mörkum í umhverfismálum, svo sem með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka.

Sýningin er opin á laugardag og sunnudag  4.-5.júní kl. 14-17 í Nesi listamiðstöð og eru allir velkomnir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband