María Rut Dýrfjörð með sýningarspjall í Flóru

10689552_843631225667974_7761174824191606244_n

María Rut Dýrfjörð
Eitthvað fallegt
30. ágúst - 4. október 2014
Sýningarspjall laugardaginn 4. október kl. 11-12
Sýningarlok laugardaginn 4. október
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/698938740188112

Laugardaginn 4. október kl. 11-12 verður María Rut Dýrfjörð með sýningarspjall í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og allir eru velkomnir.

Sýningunni “Eitthvað fallegt” lýkur þann sama dag kl. 16.

María er fædd árið 1983 á Akureyri og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2013. Auk þess er hún með diplómapróf í alþjóðlegri markaðsfræði með áherslu á hönnun frá TEKO í Danmörku og stúdentspróf af félagsfræðibraut úr Menntaskólanum á Akureyri og af listhönnunarbraut með áherslu á textíl frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. María hefur rekið vinnustofu í Flóru á Akureyri þar sem hún starfar sem grafískur hönnuður ásamt því að sinna ýmsum persónulegum verkefnum.
Á þessari fyrstu einkasýningu Maríu, sýnir hún textílverk sem unnin eru með blandaðri tækni, útsaum og vefnaði. Í verkunum endurspeglast vangaveltur Maríu um lífið og undrið sem náttúran er, hvernig allar baldursbrár virðast við fyrstu sýn eins, þegar hvert blóm er í raun einstakt. Um verkin segir María:

“Ég hef alla tíð haft unun á symmetríu og endurtekningu. Það fylgir því hugarró að uppgötva reglu í endurtekningu, sjá út óvænt munstur og fylgja því til enda. Það er einmitt þannig sem náttúran er uppbyggð, í allskonar kerfum og endurtekningum. Og planta er ekki bara planta; með því að rýna í séreinkenni hverrar og einnar getum við greint á milli tegunda, flokkað og séð að plantan sem þú hefur í hendi er hundasúra en ekki túnsúra. Ég er eins og hver önnur manneskja með tvö augu, munn og nef, tvær hendur og fætur. Eitt af mínum einkennum er þörfin fyrir að skapa. Kannski hef ég það í genunum, mögulega á ég það að þakka uppeldinu. Skilgreinir þörfin mig frá öðrum, er þetta mitt séreinkenni? Með nál og þráð á lofti yfirfæri ég vangaveltur mínar í myndvef með endurteknum handtökum, útkoman er eitthvað fallegt sem ég skil eftir mig fyrir komandi kynslóðir.”

Nánari upplýsingar um verk Maríu má finna á http://mariacreativestudio.com
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til laugardaga kl. 12-16.

Næsta sýning í Flóru er á verkum Freyju Reynisdóttur og opnar hún 29. nóvember.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Angela Rawlings með fyrirlestur í Ketilhúsinu

Ketilhusid_frettatilkynning3

Þriðjudaginn 30. september kl. 17 heldur Angela Rawlings fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Wild Slumber for Industrial Ecologists (Villtar svefnfarir iðnaðarvistfræðinga). Þar mun hún meðal annars fjalla um samnefnda sýningu sem nú stendur yfir í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin er árangur af samstarfi myndlistarmanna, rithöfunda og tónlistarmanna sem dvalið hafa í alþjóðlegri gestavinnustofu á Hjalteyri undanfarið. Ásamt Rawlings eru þau Elsa Lefebvre (Frakkland/Belgía), Gústav Geir Bollason (Ísland), Maja Jantar (Belgía) og Philip Vormwald (Frakkland/Þýskaland) þátttakendur í sýningunni. Eitt umfjöllunarefni hennar er iðnaðarvistfræði og rannsóknir á flæði efnis og orku í iðnaðarkerfum. Iðnaðarvistfræðingar rannsaka þróun á sjálfbærum og lokuðum kerfum þar sem úrgangur eins iðnaðar getur verið auðlind annars. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Ketilhúsinu kl. 17 í allan vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal fyrirlesara vetrarins eru Hlynur Helgason listfræðingur, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sýningarstjóri og myndlistarmennirnir Aðalsteinn Þórsson, Arna Valsdóttir, Stefán Boulter og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

http://listasafn.akureyri.is

https://www.facebook.com/events/1482605935344754/


Thora Karlsdottir sýnir í Populus tremula

Thora-Karlsdo%CC%81ttir-web

TIMELINE
Thora Karlsdóttir

Laugardaginn 4. október 2014 kl. 14.00 opnar Thora Karlsdottir myndlistasýninguna TIMELINE í Populus tremula. Eins og titillinn gefur til kynna er hér um yfirlitssýningu að ræða.

Thora hefur áður haldið fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum, bæði hérlendis og víða erlendis, m.a. á þessu ári í Þýskalandi, Frakklandi og Luxembourg.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 5. október kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/721753484564492


Snorri Ásmundsson sýnir í sal Myndlistarfélagsins

Fimmtudaginn 25. September klukkan 20:00 opnar Snorri Ásmundsson sýningu sem hann nefnir "ok?" í sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangsstræti 10 á Akureyri. Þetta er sölusýning og verkin á sýningunni vann Snorri að mestu leyti á Akureyri og eru bæði teikningar og málverk auk þess sem hann verður með gjörninga. Snorri dvelst í Davíðshúsi um þessar mundir en eftir dvölina fer Snorri til Los Angeles í vinnustofudvöl og þar mun hann dvelja í nokkra mánuði. Snorri er með mörg járn í eldinum og þar á meðal er kvikmynd sem hann er að vinna ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni og Marteini Þórssyni.


Gjörningur og sýningarlok í Mjólkurbúðinni

10343659_10204560369838985_6187992285255167890_n

Undraverdar, Bjarnakonur, litrík blóm og aðrar verur
Opið: Föstudag 26. september, Laugardag 27. september og sunnudag 28. september kl 14.00 – 17.00

Gjörningurinn
Bjarnakonagjörningur
Sem Anna Eleonora Olsen Rosing frá Grænlandi fremur með Bjarnakonunni
Sunnudaginn 28. september kl 15.00 í Mjólkurbúðinni


Um myndlist Bjarnarkonunnar
Hefur þú kynnst ljóskindinni, orkubirninum eða ljónigróandans?
Þau lifa í list Karinar Leening, sem kallar sjálfa sig gjarnan Bjarnarkonu.
Birnir heilla Karin “Birnir eru fullir orku og eru öryggið uppmálað”.
Í list Bjarnarkonunnar skjóta oft upp kollinum undraverðustu verur og dýrkonur sem byggja okkur óþekkta heima.
“Fegurð sakleysisins og hins barnslega heillar mig algjörlega”.

Hollenska listakonann Karin Leening eða Bjarnakonan vann að málaralist sinni í fjóra mánuði í sveitini nánar tiltekið í Kristnesi, Eyjarfjarðarsveit. Þessi sýning er afrakstur þeirrar vinnu.

Frekari upplýsingar um myndlist Bjarnakonunnar: www.berevrouw.exto.nl
sími: 7829015

https://www.facebook.com/events/700128526737411


VILLTAR SVEFNFARIR FYRIR IÐNAÐARVISTFRÆÐINGA - Í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI

1426294_10203848237158141_6642671361807809957_n

Yður er boðið að vera við opnun sýningarinnar "VILLTAR SVEFNFARIR FYRIR IÐNAÐARVISTFRÆÐINGA"
- Í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI

ANGELA RAWLINGS, ELSA LEFEBVRE, GÚSTAV GEIR BOLLASON, MAJA JANTAR, PHILIP VORMWALD.

Verksmiðjan á Hjalteyri / 27.09. - 31.10. 2014 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Opnun og gjörningur laugardaginn 27 september kl. 18:00 / Sýningin stendur út október, opið eftir samkomulagi.

Umsjón: Angela Rawlings

Laugardaginn 27 september kl. 18:00 opnar sýning undir yfirskriftinni Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga (Wild Slumber for industrial ecologists) í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Iðnaðarvistfræði lýtur að rannsóknum á flæði efnis og orku gegnum iðnaðarkerfi. Iðnaðarvistfræðingar láta sig varða þróun á sjálfbærum, lokuðum kerfum þar sem úrgangur einnar gerðar (fiskiðnaður) getur verið auðlind annarrar (menningariðnaður).

Í fyrsta skipti dvelja nú fjórir listamenn í alþjóðlegri gestavinnustofu á Hjalteyri. Þau hafa komið sér fyrir í djúpsjávarsafninu Strýtunni og nota gömlu síldarverksmiðjuna til þess skapa staðbundin verk. Niðurstaðan er sýningin VILLTAR SVEFNFARIR FYRIR IÐNAÐARVISTFRÆÐINGA, innsetning og gjörningur myndlistarmanna, rithöfunda og tónlistarmanna : Angela Rawlings (Kanada/Ísland), Elsa Lefebvre (Frakkland/Belgía), Gústav Geir Bollason (Ísland), Maja Jantar (Belgía) og Philip Vormwald (Frakkland/Þýskaland)

Opnun og gjörningur: Laugardagur, 27 september, kl. 18:00 til 21:00.

Gestir eru hvattir til að taka með sér kvöldskattinn, dansskó og eða sundföt ef ske kynni að þeir vildu skella sér í heita pottinn.

VILLTAR SVEFNFARIR FYRIR IÐNAÐARVISTFRÆÐINGA (WILD SLUMBER FOR INDUSTRIAL ECOLOGISTS) - VERKSMIÐJAN 2014

Opnun laugardaginn 27. september 2014, kl. 18:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og viðburðurinn eru styrkt af, Myndlistarsjóði og Menningarráði Eyþings. Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450, 6927450

Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828


WILD SLUMBER FOR INDUSTRIAL ECOLOGISTS
- VERKSMIÐJAN 2014


Industrial ecology is the study of material and energy flows through industrial systems. Industrial ecologists are concerned with thedevelopment of sustainable, closed-loop systems where the waste of one species (fishing industry) may be resource to another species
(cultural industry).


For Hjalteyri’s first international artist residency, four artists
live in the sea museum and use the herring factory to develop site-specific work. The result is WILD SLUMBER FOR INDUSTRIAL ECOLOGISTS, an installation and performance by artists, writers, and musicians Angela Rawlings (Canada/Iceland), Elsa Lefebvre (France/Belgium), Gústav Geir Bollason (Iceland), Maja Jantar (Belgium), and Philip Vormwald (France/Germany).


Opening and performance: Saturday, September 27th, 18:00 to 21:00.


Attendees are invited to bring a picnic dinner and their swimsuits if they would like to enjoy the hot pot. BYOB.


The exhibition will be open by appointment throughout October 2014.
Contact Gústav veroready@gmail.com verksmiðjan.hjalteyri@gmail.com t: 4611450, 6927450


Verksmiðjan á Hjalteyri,
Eyjafjörður
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan á Hjalteyri 6927450

https://www.facebook.com/events/652297114886376


Véronique Legros sýnir í Ketilhúsinu

10702156_812169782138199_8329610945051696349_n

Laugardaginn 27. september kl. 15 opnar í Ketilhúsinu á Akureyri sýningin Landiða. Þar verða til sýnis verk eftir listakonuna Véronique Legros (f. 1969) en hún vinnur með ljósmyndir, myndvarpa og hljóð og notfærir sér sjónræna veikleika tækninnar. Undirstaða og leiðarstef sýningarinnar er hugtakið „mirage“ (tíbrá), sem gefur til kynna skynvillu eða blekkingu. Véronigue tengir „mirage“ við bókina Mount Analogue (Flaumræna fjallið, 1952) eftir franska rithöfundinn René Daumal. Bókin er furðulegur allegorískur bræðingur um samband fasta og umbreytileika, staðsetningar og staðleysu, orða og staðlausra stafa. Á einum stað segir: „Fjallstoppurinn er óaðgengilegur, fjallsræturnar eru aðgengilegar mönnum frá náttúrunnar hendi. Fjallið verður að vera einstakt og landfræðilega til staðar. Dyrnar að hinu ósýnilega verða að vera sýnilegar.“
Sýningin stendur til 2. nóvember og er opin alla daga utan mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/703531839721878


Loka sýningarhelgi Skapandi greina í Ketilhúsinu

Urta2

Framundan eru síðustu dagar sýningar Urta Islandica, Skapandi greinar, sem samanstendur af myndlist, gjörningum, vöruhönnun, matvælaiðnaði og verslun. Sýningin hefur staðið í Ketilhúsinu síðan 16. ágúst en lýkur næstkomandi sunnudag, 21. september. Opnunartími er kl. 12-17.
 
Á sýningunni er spjótum beint að ríkjandi stigveldishugsun innan listgreina og því viðhorfi að listirnar séu í eðli sínu hreinar, frjálsar og óháðar markaðnum. Á sama tíma verður þeirri hugmynd andmælt að listirnar séu byrði á samfélaginu, listamenn afætur og að leggja eigi niður opinbera styrki á þessu sviði. Viðburðurinn er hugsaður sem samræðugrundvöllur og vettvangur fyrir nýja hugmyndafræði þar sem siðfræði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni gegna lykilhlutverki.
 
Sýningarstjóri er Þóra Þórisdóttir myndlistar- og athafnakona. Aðgangur ókeypis.

http://listasafn.akureyri.is


Guðrún Benedikta Elíasdóttir sýnir í Populus tremula

10653654_10203778993528169_8536545097590930839_n

Málverkasýning / Art exhibition in Gallery Populus tremula in Akureyri Iceland.
Laugardaginn 27. september kl. 14:00 mun Guðrún Benedikta Elíasdóttir / RBenedikta opna sýninguna
Innri öfl - Ytri öfl.

Á sýningunni eru verk sem unnin voru á Akureyri í september, meðal annars úr jarðefnum úr nærumhverfinu, gosösku og víni. Nafn sýningarinnar vísar í þau sköpunaröfl og eyðingarmátt sem náttúran býr yfir.
Síðastliðin ár hefur Guðrún búið og starfað í Lúxemborg og haldið fjölmargar sýningar þar og í nágrannalöndunum. Eftir heimflutning 2012 hefur hún sýnt m.a. í Slúnkaríki á Ísafirði, Svavarssafni/Listasafni Hornafjarðar og á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 28.september kl.14:00 - 17:00
Aðeins þessi eina helgi.


Leiðarþing menningarráðs Eyþings

1383742190-fb_hus3044
-Leiðarþing 2014-
20. september í Hlíðarbæ Hörgársveit kl. 11-15.30
 
Viltu taka þátt í að skapa fjölbreytt menningar- og mannlíf?
Viltu kynnast nýju fólki og skemmtilegum hugmyndum?
Ertu með hugmynd og vantar samstarfsaðila?
Þá er Leiðarþing eitthvað fyrir þig!
Dagskrá
 
Fram á veginn
Arnór Benónýsson formaður Menningarráðs Eyþings

Sjálfbær framtíð í höndum ungs fólks

Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

„Láttu verða af því“ (Just Do It)

Ármann Einarsson listamaður (óháður)

Hádegisverður

 Aftur heim
Hildur Ása Henrýsdóttir, nútímafræðingur og nemi í Listaháskóla Íslands.

Hraðstefnumót hugmynda
                Stjórnandi: Kristín Sóley Björnsdóttir

Vinnustofa
               

Þinglok áætluð kl. 15.30
 
Leiðarþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning fer fram á heimasíðu menningarráðs  www.eything.is/menningarrad
 
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings sími 464 9935 eða á netfanginu menning@eything.is

Rolf Hannén sýnir ljósmyndir í Populus tremula

10670058_10152762996668081_553808871154746686_n

Laugardaginn 20. september kl. 14.00 opnar Rolf Hannén ljósmyndasýninguna Listaverk náttúrunnar í Populus tremula.

Þar sýnir Rolf náttúruljósmyndir teknar á Íslandi þar sem hann dregur fram hið listræna í náttúrunni. Flestar mynda hans eru lítið breyttar í myndvinnsluforriti. Rolf hefur stundað ljósmyndun frá því að hann var 14 ára og tekið þátt í nokkrum ljósmyndasýningum, en þetta er fyrsta einkasýning hans.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/367422913412008


Anna Barlik sýnir í Hvítspóa

10636710_297584097110738_1890373693438786667_o

Velkomin á opnun sýningarinnar  landscape geometry  |  rúmfræði landslag  í Hvítspóa art gallery,  fimmtudaginn 18 september kl 17.00

Anna Barlik – artist form Warsaw, Poland. Currently spending time in Old School Art House in Hrisey in artist residency. Works mostly in field of installation and drawing. Her works usually are based on local contexts.

The exhibition shows geometrical view of surrounding space. Works presented are drawings and photo collages and a small paper installation showing my definition of the raw landscape and architecture in Iceland. The topography of empty spaces is an inspiration to some of the presented works.


Karin Leening opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

10701988_10152294930707231_1487866214481558711_n

Bjarnarkonan - Karin Leening opnar myndlistasýninguna "Undraverðar, Bjarnakonur, litrík blóm og aðrar verur" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 13.september kl. 14:00.

Um myndlistasýninguna:

Hefur þú kynnst ljóskindinni, orkubirninum eða ljóni gróandans?
Þau lifa í list Karinar Leening, sem kallar sjálfa sig gjarnan Bjarnarkonu.
Birnir heilla Karin “Birnir eru fullir orku og eru öryggið uppmálað”.
Í list Bjarnarkonunnar skjóta oft upp kollinum undraverðustu verur og dýrkonur sem byggja okkur óþekkta heima.
“Fegurð sakleysisins og hins barnslega heillar mig algjörlega”.

Sýning Bjarnarkonunnar "Undraverðar, Bjarnakonur, litrík blóm og aðrar verur" stendur til 28. september
Opnunartími: Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl 14.00 – 17.00.
Allir velkomnir

Mjólkurbúðin er á facebook https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


September Artists in Listhús, Ólafsfjörður

9519654_orig

Listhús invites you to meet our September artists at 15:00 to 17:30 on 5th September, 2014 in Listhús Gallery in Ólafsfjörður.

Artists of the month:

Cilla Berg (Sweden) | performance/ installation /mixed media artist: http://www.cillaberg.com/

David Lin Yen Fu (Canada/Taiwan) | mixed media visual artist: http://artlin.net/

Laia Gutiérrez (Spain) | photographer: http://www.laiagutierrez.com/

Leila Morrissey (Australia) | photographer: http://www.leilamorrissey.com/

Meghan Krauss (Australia) | photographer: http://www.meghankrauss.com/

Nina Röder (German) | photographer: http://ninaroeder.de/wp/

Pablo Lerma (Spain) | photographer/painter: http://pablolerma.com/

They will introduce themselves, talk about their previous projects and what they are going to do in Olafsfjordur.

Hope you can drop by, have a coffee and chart.

http://listhus.com


Victor Ocares opnar sýningu í Deiglunni á Akureyri

teminus-1024x567

Laugardaginn 6. september kl. 15 verður opnuð í Deiglunni á Akureyri sýning Victors Ocares, Hotel Terminus. Á sýningunni leikur hann sér að hugtökum á borð við óvissa og þekking og veltir fyrir sér hvort mörkin þar á milli séu í rauninni jafn skýr og af er látið.

Victor Ocares útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Listsköpun hans er lituð dulhyggju sem leitar meðal annars fanga í heimspeki og vísindum. Á sýningunni notar Victor margvíslega miðla, eins og tónverk, skúlptúra og myndverk.

Sýningin stendur til 5. október og er opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/730177353703137

http://listasafn.akureyri.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband