Aðalsteinn Vestmann opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni

10527481_10152211665632231_5048121910017500671_n

Aðalsteinn Vestmann opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst kl. 14.

Á sýningunni sýnir Aðalsteinn akrýlmálverk sem hann hefur nýlega málað og auk þeirra verður hann með eina eldri teikningu og eitt olíumálverk frá námsárunum  sínum í Mynd og handíðaskóla íslands. Olíumálverkið er módelmynd sem Aðalsteinn hefur aldrei sýnt áður og sýnir myndin samnemendur hans og kennara Björn Th. Björnsson listfræðing og skáld. Aðrir á myndinni eru Sverrir Haraldsson, Hringur Jóhannesson og Ásta Sigurðardóttir rithöfundur sem skrifaði og myndskreytti æviminningar sínar Líf og List.

Aðalsteinn Vestmann er fæddur á Akureyri 1932. Hann lauk námi við teiknikennaradeild Mynd og handíðaskóla Íslands árið 1951 og starfa'i sem teiknikennari við Barnaskólann á Akureyri í nær 40 ár. Aðalsteinn hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og auk þess haldið einkasýningar bæði á Akureyri og Reykjavík.

Málverkasýning Aðalsteins Vestmanns stendur til 10. ágúst og eru allir velkomnir.
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir frekara samkomulagi.


Joris Rademaker sýnir í myndlistarsal SÍM í Reykjavík

10497362_10152177372326767_5437249661597429135_o

Joris Rademaker opnar myndlistarsýningu í myndlistarsal SÍM, Hafnarstræti 16, Reykjavík, föstudaginn 1. ágúst kl. 16-18. Og eru allir velkomnir.

Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-16 og stendur til 22. ágúst.

Joris er hollenskur listamaður sem búsettur hefur verið á Íslandi í 20 ár. Á sýningunni eru mest megis þrívíddar verk frá 2004 -2014. Joris safnar ýmis konar efnum og hlutum, oft lífrænum og jafnvel tilbúnum sem hann setur saman. Efnisval og samsetningar Jorisar eru oft óvæntar. Hvert verk er táknrænt fyrir einhverja tilfinningu eða ástand sem vekur spurningar um mannlegt eðli, tilvist og tilgang.

Þetta er fimmta einkasýning Jorisar í Reykjavík.

https://www.facebook.com/events/1514497845448381/1514580378773461


VIÐBURÐASTYRKIR VEGNA AKUREYRARVÖKU

lb-akureyrarvaka-jpeg 

Ertu með góða hugmynd fyrir Akureyrarvöku?

Landsbankinn styrkir skemmtilega og frumlega viðburði á Akureyrarvöku sem haldin verður dagana 29.-31. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst.

Styrkveitingin er samstarf Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil. Veittir verða styrkir að upphæð 25.000 - 100.000 til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Akureyri. Horft er sérstaklega til viðburða sem gætu átt sér stað á Ráðhústorgi og í miðbænum. Umsóknir skal senda á netfangið: akureyrarvaka2014@akureyri.is. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda, heiti viðburðar, kostnaðaráætlun, nafn tengiliðar, kennitala, sími og ítarleg lýsing á viðburðinum.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnastjóri viðburða, á Akureyrarstofu í síma 460-1157. 


KUNSTSCHLAGER Á ROTTUNNI 2 í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI

1529794_498858410257634_2343779654001646904_o

KUNSTSCHLAGER Á ROTTUNNI 2: Litla hafmeyjan kemur í heimsókn!
Björk Viggósdóttir, Dóra Hrund Gísladóttir, Hanna Kristín Birgisdóttir, Þorvaldur Jónsson,
Helga Páley Friðþjófsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Helgi Þórsson, Kristín Karólína Helgadóttir
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Sigmann Þórðarson, Þórdís Erla Zoega, Þorgerður Þórhallsdóttir
Dagrún Aðalsteinsdóttir, Victor Ocares, Sigurður Ámundason, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

VERKSMIÐJAN Á HJALTEYRI, 02.08 – 02.09.2014
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com
OPNUN Laugardaginn 2 ágúst kl. 15:00 / Opið þri - sun: 14:00 - 17:00 til og með 2. sept.
Sýningarstjóri Kristín Karolína Helgadóttir


Kunstschlager leggur land undir fót og heimsækir perlu Norðurlands: Hjalteyri.


Kunstschlager stendur fyrir myndlistaskemmtun í Verksmiðjunni á Hjalteyri og verður opnun um sjálfa Verslunarmannahelgina. Fjölbreyttur hópur ungra listamanna sýnir myndlist og mun sannkölluð karnival stemning svífa yfir vötnum. 
Innsetningar, gjörningar, videó verk, grill, Kunstschlager basar, happdrætti, pílukast, músík, varðeldur og stuð! 
Kunstschlager rottan mun svo slá botninn í fjörið og stýra brekkusöng á bryggjunni.


Allir eru velkomnir og möguleiki á því að tjalda. 

Decadence & delicatessen!
 Auf wiedersehen,
 Kunstschlager og vinir!
 
Sýningin verður opnuð laugardaginn 2. ágúst 2014, kl. 15:00
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings, Ásprenti og Myndlistarsjóði.  Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP-games, Bústólpi og Hörgársveit.
Nánari upplýsingar veitir sýningarstjóri  Kristín Karólína Helgadóttir  s. 661.0856 kunstschlager@gmail.com
eða Gústav Geir Bollason  veroready@gmail.com / verksmidjan.hjalteyri@gmail.com s.4611450 / 6927450

https://www.facebook.com/events/1467377906844543


Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Populus Tremula

10556442_421604441315959_2732980737616695939_n

Freyja Reynisdóttir opnar sýninguna EIN AF ÞEIM í Populus Tremula, í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst klukkan 14:00.

Sýningin fjallar um persónuleg vísindi og verklega heimspeki Freyju á sjálfri sér, mannkyninu og banönum.

Freyja útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri sl. vor og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og alþjóðlegum verkefnum auk þess að hafa ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra, Samlaginu, í Gilinu. Hún var einnig ein af skipuleggjendum Rótar 2014, á Akureyri nú í sumar.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi, til sunnudagsins 3. ágúst.


event á facebook: https://www.facebook.com/events/1436535889967746/
www.freyjareynisdottir.com


Sýningin Ekkert er Óbreytt opnar í Sal Myndlistafélagsins

10547491_10152602891347792_6835600058996405422_n

Sýningin Ekkert er Óbreytt opnar nú á laugardaginn, 26.júlí, kl. 15 í Sal Myndlistafélagsins á Akureyri, og stendur til mánudagsins 4.ágúst. Sýningin er í boði Heklu Bjartar Helgadóttur og Karólínu Baldvinsdóttur.

Þema sýningarinnar er umrót og breytileiki, þar sem rými og listsköpun umbreyta hvort öðru.
Eðlileg þróun náttúrunnar er hreyfing og breyting, þar sem ekkert helst eins frá degi til dags. Í sýningunni Ekkert er Óbreytt hafa Hekla og Karólína þessar sífelldu breytingar í fyrirrúmi, þar sem þær hyggjast endurskapa og breyta sýningunni stöðugt. Því má segja að ný sýning verði til á hverjum degi og aldrei eins umhorfs í salnum.


Karólína Baldvinsdóttir útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri s.l. vor og sýnir nú margvísleg verk undanfarinna mánaða og nokkur eldri. Karólína hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á undanförnum árum og nú síðast var túlkaði hún ljóð Heklu, Árabátur Pípuhattur, í Geimdósinni. Einnig hefur hún ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra Samlaginu í Gilinu og var ein af skipuleggjendum Rótar 2014, í Gilinu nú í sumar.
Hekla Björt hefur lengi fengist við myndlist og ljóðlist og starfrækir Gallerí Geimdós á vinnustofu sinni í Gilinu. Þar hefur hún boðið fjölda listamanna að sýna við ljóð sem hún sjálf hefur skrifað. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum en einnig staðið að einkasýningum, nú síðast í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Hún hefur einnig starfað sem skapandi hönnuður fyrir Leikfélagið á Akureyri, Listasafnið á Akureyri og setti upp sviðslistaverkið Herba Humana í Samkomuhúsinu á Akureyri, síðastliðið vor.

https://www.facebook.com/events/351121795041096


Tröllaskaga Art Exhibition á Ólafsfirði

2716443_orig

Opnunartími:

25. 07 | kl. 18:00-20:00
26-27. 07 | kl.14:00-17:00
28-29. 07 | kl.16:00-18:00

 
Staðsetning:

Menningarhúsið Tjarnarborg


Dagskrá

 

25. 07 | kl. 19:00

 

Fluttar verða: Bæjarímur eftir Gunnar Ásgrímsson og Hartmann Pálsson (lesnar af ættingjum)

 

William Huberdeau (Bandaríkjunum)

 

26. 07 | kl. 14:30-15:30

Nánari upplýsingar: http://listhus.com/7/post/2014/07/-2014-trollaskaga-art-exhibition.html
Upplýsingar:

Alice Liu 8449538 (listhus@listhus.com) eða Anna María Guðlaugsdóttir (anna@fjallabyggd.is)

Skipulagt af Listhús í Fjallabyggð (www.listhus.com)

Samstarfsaðili: Menningarhúsið Tjarnarborg Í Fjallabyggð


Opin fundur um Listasumar á Akureyri 2015

listasumar_logo_flj%C3%B3tandi

Þriðjudaginn 22. júlí kl. 12-13 verður haldinn opinn fundur á veitingastaðnum RUB23 í Listagilinu á Akureyri um endurreisn Listasumars. Á fundinum gefst tækifæri til að koma með hugmyndir fyrir Listasumar á Akureyri 2015 og ræða tillögur um áherslur og breytingar.
Allir áhugasamir eru velkomnir á þennan hádegisfund.
Listasafnið á Akureyri / Sjónlistamiðstöðin stendur fyrir fundinum.

https://www.facebook.com/events/433658316772325


Steinn Kristjánsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

10530792_10152183383677231_6710350823859127073_n

Steinn Kristjánsson opnar sýninguna MÁLVERK í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 19. júlí kl. 14.

Á sýningunni Málverk sýnir listamaðurinn Steinn Kristjánsson portrait málverk eins og titill sýningarinnar gefur til kynna. Málverkin eru máluð á árunum 2010 - 2014 á Íslandi og í Danmörku þar sem Steinn var búsettur um tíma. Þetta eru andlitsmyndir af fólki sem koma úr hugskoti listamannsins og er hann bæði að sýna olíu- og akrylmálverk.

Steinn Kristjánsson útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2007 og stendur sýning hans til 28. júlí.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi þess utan.

Allir velkomnir.

Steinn Kristjánsson s. 8490566
http://picasaweb.google.com/Steinn52
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook
https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


ÆFINGAR OG PÓNÍHESTAR Í POPULUS TREMULA

10411196_10152607998008081_6600125322777571793_n

Laugardaginn 19. júlí kl. 14.00 opnar Ingiríður Sigurðardóttir sýningu á verkum sínum í Populus tremula.

Athugið einnig: Að kvöldi laugardagsins, kl. 21.00, mun Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir flytja eigin ljóð, lesin og sungin, við sellóundirleik.

Einnig opið sunnudaginn 20. júlí kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/663554760407512


Reitir 2014 - alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni á Siglufirði

haus-sia_o

Reitir 2014 - alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni á Siglufirði

Opnar laugardaginn 12. júlí
 

Verkefnið Reitir býður árlega 25 einstaklingum víðsvegar að úr heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman starfsgreinum úr mörgum áttum nýtist fjölbreytt reynsla þátttakenda sem grunnur að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð.

Opnun Reita verður á Siglufirði, laugardaginn 12. júlí kl. 15:00, og þá getur almenningur séð og upplifað fjölbreytt verkefni víðsvegar um bæinn. Athugið að opnunin stendur yfir aðeins þennan eina dag.

Aðalstyrktaraðilar verkefnisins eru Menningarráð Eyþings og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, eigandi Alþýðuhússins á Siglufirði.

Hér er skemmtilegt myndskeið frá vinnu síðustu daga: http://vimeo.com/100472893

IMG_5830r_905

Verkefnið Reitir opnar á morgun, laugardaginn 12. júlí, kl 15:00 í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þar verður boðið upp á léttar veitingar og verkefnið opnað formlega. Um 15:30 verður farið í gönguferð milli verkefna þar sem þátttakendur útskýra hugmyndirnar á bakvið verkefnin. Hér fylgir stutt yfirferð fyrir áhugasama:

Þeir sem hafa áhuga á vísindum ættu að kíkja í The Science Kitchen sem er fyrir utan Alþýðuhúsið. Þar er fengist við allskonar tilraunir á rækjudufti, lúpínum, rafmagnstækjum, efnablöndum og fleiru.

Lengi hefur verið deilt um hvað skuli gera við gamla malarvöllinn við Alþýðuhúsið. Einn hópur Reita greip á lofti þann almannaróm að borgarskipulag Manhattan hafi verið fyrirmynd bæjarskipulags Siglufjarðar og nýtti þá hugmynd í að endurhanna tvö sjónarhorn á Siglufjörð, þar sem hin sögufræga Chrysler bygging frá Manhattan virðist rísa á malarvellinum.

Mikið er um vídeóvinnslu á Reitum í ár. Annars vegar verður sýnd heimildarmynd um tólf einstaklinga sem hafa nýja hugsun og hæfileika eftir síldarævintýrið mikla. Myndin sýnir fjölbreytileika og persónueinkenni fólks. Hin myndin fjallar um hversdagslífið á síldarárunum. Þar velta þátttakendur fyrir sér því lífi sem sjaldan er veitt athygli og setja það upp eftir sínu höfði.

Það má með sanni segja að aldrei hafi verið langt í glensið meðal hópsins. Fyrstu kvöldin var ákveðinn hópur sem heillaðist af fleyttum kellingum og kom af stað heljarinnar markaðssetningu fyrir „Skipping Stones“. Búin var til húmorísk auglýsing með tilheyrandi stefi og uppsetningu.

Áhugaverður hugbúnaður í formi vef apps sem nýtir GPS staðsetningu snjallsíma og spjaldtölva til fjársjóðsleitar hefur verið unnið á Reitum. Fólki gefst kostur á að fara um bæinn í leit að sögum innfæddra tengdum ákveðnum staðsetningum fjarðarins, sem voru klipptar saman úr viðtölum. Allt saman var forritað og hannað frá grunni, frá leturgerð til allsherjar heildarútlits og virkni.

Dag hvern í þessari viku klukkan 18:00 hefur öllum verið velkomið að koma í Alþýðuhúsið og hitta franska leikkonu sem hefur boðið fólki að segja sér frá leyndarmáli, vandamáli, draumi, játningu, sögu eða hverju sem þig langar til að tala um, á hvaða tungumáli sem er, undir nafnleynd og öryggi. Síðasti dagur The Secret Room verður í Alþýðuhúsinu í kvöld frá kl. 18:00.

Fjölmörg verkefni til viðbótar eru væntanleg, þar má telja kajakgerð, svokallaður Factory Playground tileinkaður yngstu kynslóðinni, kaffihús á ótrúlegum stað í miðjum ruslahaug, hljóðbox og furðulegar vélar með skemmtilegan tilgang.

Útsjónarsemi og ríkt hugmyndaflug hefur verið í fyrirrúmi á Reitum og drifkrafturinn og fjölbreytnin í hópnum er til fyrirmyndar — enda hafa þátttakendur unnið viðstöðulaust frá 9:00 til miðnættis alla daga!
Norðlendingar og aðrir gestir eru hvattir til að fara á stúfana og forvitnast á morgun kl. 15 í Alþýðuhúsinu og víðar um bæinn.


10513976_303562076488698_1362949464_n


Listsýningar og listviðburðir á Ólafsfirði

1035596491_orig

Dagana 24. - 29. júlí munu Menningarhúsið Tjarnarborg og Listhúsið í Ólafsfirði standa fyrir listsýningum og listviðburðum.
Kallað er eftir þátttöku listamanna á Tröllaskaga og sömuleiðis þátttöku íbúa Ólafsfjarðar.
Markmið með verkefinu er m.a.: að auka fjölbreyttni í listmenningu á svæðinu, auðga menningarlífið í sveitarfélaginu og um leið skapa tækifæri fyrir alþjóðlega listamenn og listamenn úr heimabyggð til að skiptast á hugmyndum og mynda tengsl. Nú þegar hafa fjórir erlendir listamenn boðað komu sína.
Markmið og verkefni:
    •    Auka fjölbreytni í listmenningu
    •    Auðga menningarlífið í sveitarfélaginu
    •    Skapa tækifæri fyrir alþjóðlega listamenn og listamenn úr heimabyggð til að skiptast á hugmyndum og mynda tengsl.


Sýningardagar og tímasetningar:

Menningarhúsið Tjarnarborg:

25. 07 | kl. 18:00-20:00 opnun

26.-27. 07 | kl.14:00-17:00

28.-29. 07 | kl.16:00-18:00
 
Allir listamenn á Tröllaskaga velkomnir að taka þátt.
engar takmarkanir
Interested parties, please send their information (name, size of works,  medium, short description and an image) to listhus@listhus.com with the title of  Trollaskaga Art Exhibition.  Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt sendi upplýsingar um sig á netfangið listhus@listhus.com
Nánari upplýsingar:
http://listhus.com/7/post/2014/07/-2014-trollaskaga-art-exhibition.html


Sýningin Ólíkindi í Populus tremula

O%CC%81li%CC%81kindi-web

VIKAR MAR OG ELVAR ORRI

Laugardaginn 12. júlí kl. 14.00 munu tveir ungir og ólíkir myndlistamenn, þeir Vikar Mar og Elvar Orri, opna sýninguna Ólíkindi í Populus tremula.

Einnig opið sunnudaginn 13. júlí kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Kristín Gunnlaugsdóttir með listamannsspjall í Flóru

10475604_793534927344271_7720067183832147799_n

Kristín Gunnlaugsdóttir
14. júní - 17. ágúst 2014
Sýningarspjall föstudaginn 4. júlí kl. 20-21
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1419489705006353

Föstudagskvöldið 4. júlí kl. 20-21 verður Kristín Gunnlaugsdóttir í listamannsspjalli í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári.

Á sýningu Kristínar í Flóru gefur að líta málverk og teikningar frá þessu og síðasta ári. Nokkur þeirra verka voru einmitt á einkasýningu Kristínar í Listasafni Íslands en einnig eru verk sem ekki hafa verið sýnd áður.
Nánari upplýsingar um verk Kristínar má finna á http://kristing.is

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru alla daga kl. 10-18 og hún stendur til sunnudagsins 17. ágúst 2014.



Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Tryggvi Þórhallsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

10464329_10203562541097685_8864946338234467768_n

 

Tryggvi Þórhallsson opnar myndlistasýninguna Undir háum himni í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 5.júlí kl. 15.


Tryggvi Þórhallsson sýnir akvarellur þar sem leitast er við að fanga hin ólíku birtubrigði íslenskrar náttúru. Efnistökin fela í sér sígilda leit að einingu milli teikningar og málverks - línu og flatar - himins og jarðar.

Viðfangsefnið er því klassískt en Tryggvi heldur því engu að síður fram að fátt sé jafnbundið menningunni og það hvernig fólk á hverjum tíma upplifir umhverfi í mynd – enda eigi landslagið sér tvöfalda tilveru: Annars vegar í hinum svokallaða raunheimi og hins vegar í huga þess sem dvelur eða ferðast í landinu.

Tryggvi (f. 1962) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 – 1988 og brautskráðist frá grafíkdeild. Á meðan á námi stóð og á árunum eftir útskrift tók hann þátt í nokkrum samsýningum myndlistarmanna. Hann hefur árlega haldið einkasýningar frá 2012 og auk vatnslita vinnur hann með teikningu, ætingu og þurrnál.

Tryggvi er félagi Íslenskri grafík.
Opnun sýningarinnar 5. júlí kl. 15:00. Allir velkomnir. Opið daglega 6. – 13. júlí frá 10:00 til 18:00.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband